Moses Hightower

Sjáum hvað setur Lyrics

Sjáum hvað setur video

Votes:
0
Wrong lyrics?

Moses Hightower - Sjáum hvað setur lyrics

Og sama hvað amaði að
þarna þegar við kvöddumst
klæðir sólskinið þig sífellt betur.
Dokum hér við
meðan dagsbirtan endist
og sjáum hvað setur. Því er erfitt að trúa
að við sátum hér síðast í haust.
Núna hangir sólin á fótum
að því er virðist endalaust. Sólþyrstir stúdentar,
kappklæddir túristar,
heilsast á vegi förnum.
Nýkeyptir íspinnar
svitna og örvænta
og etast af þybbnum börnum. Og sama hvað amaði að
þarna þegar við kvöddumst
klæðir sólskinið þig sífellt betur.
Dokum hér við
meðan dagsbirtan endist
og sjáum hvað setur. Því er erfitt að gleymaMoses Hightower - Sjáum hvað setur - http://motolyrics.com/moses-hightower/sjaum-hvad-setur-lyrics.html
sem gerðist hér síðasta haust.
Er það nema von, er það nema von,
að ég tali svolítið samhengislaust? Og sama hvað amaði að
þarna þegar við kvöddumst
klæðir sólskinið þig sífellt betur.
Dokum hér við
meðan dagsbirtan endist
og sjáum hvað setur. Miðbæjarmömmurnar
dröslast með kerrurnar
daglangt og dreypa á mokka.
Prúðbúnir mormónar,
þræðandi göturnar,
bjóða af sér góðan þokka. Og sama hvað amaði að
þarna þegar við kvöddumst
klæðir sólskinið þig sífellt betur.
Dokum hér við
meðan dagsbirtan endist
og sjáum hvað setur. Dokum hér við
meðan dagsbirtan endist.

Write a comment

What do you think about song "Sjáum hvað setur"? Let us know in the comments below!

Recommended songs