- Votes:
- See also:
Sálin Hans Jóns Míns - Vatnið rennur undir brúna lyrics
Þau hittust eins og verða vill,
fyrst að nóttu um óttu.
Fljótlega fundust þau á ný,
síðan aftur og aftur. Eitt leiddi að öðru upp frá því
og um síðir þau tóku flug.
Það stefndi allt í rétta átt
og eitt kvöldið hann sagði orðin þrjú. Sem skipta sköpum oft
það breytti þeirra lífum
og þau strengdu fögur heit.
Hún elskaði hann þá
meira en lífið sjálft
en síðan loginn dofnaði
Hvað gerðist? Guð einn veit
og þá hófst önnur leit. Þetta er lítil hvunndagssaga,
dropi smár úr veruleikahafinu,
og sagan er næstum því sönn. Hún fann annan fyrr en varði
en hann fór enn að litast um í rökkrinu,
og sagan er næstum því sönn,
og sagan er hér um bil sönn. Það er víða ást í meinum,Sálin Hans Jóns Míns - Vatnið rennur undir brúna - http://motolyrics.com/salin-hans-jons-mins/vatnid-rennur-undir-bruna-lyrics.html
lengi vel er von á einum,
vegir hjartans eru torfærir. Tíminn stendur ekki í stað.
Það er margt sem þróast þegar líður frá,
eitthvað bjátar á. En tíminn líður nema hvað?
Og mennirnir þeir breytast eins og vonlegt er,
já, svo hver sem fer,
það er engin leið að reikna lífið út. Það var ekki búið spilið,
smátt og smátt þá snerist aftur vindurinn,
og sagan er næstum því sönn. Og þau tóku saman aftur,
hétu því að haldinn yrði friðurinn,
og sagan er næstum því sönn,
og sagan er hér um bil sönn. Vatnið rennur undir brúna,
sumir halda fast í trúna,
aðrir láta strauminn bera sig. Tíminn stendur ekki í stað.
Og það er margt sem þróast þegar líður frá,
eitthvað bjátar á. En tíminn líður nema hvað?
Og mennirnir þeir breytast eins og vonlegt er,
já, svo hver sem fer,
það er engin leið að reikna lífið út.